PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   lau 15. júní 2024 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Meistararnir ekki lengi að snúa stöðunni við
Mynd: EPA
Það er afar skemmtilegur leikur í gangi í fyrstu umferð Evrópumótsins þessa stundina þar sem ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu spila við nágranna sína frá Albaníu.

Albanir tóku forystuna með fljótasta marki í sögu EM en Ítalir brugðust vel við og eru komnir með forystu þegar fyrri hálfleikur er að hálfna.

Tveir leikmenn Inter sáu um endurkomuna þar sem Alessandro Bastoni skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu til að jafna á elleftu mínútu, áður en Nicoló Barella skoraði magnað mark með frábæru viðstöðulausu skoti utan teigs til að taka forystuna.

Staðan er því 2-1 fyrir Ítalíu þegar um 23 mínútur eru liðnar af þessum skemmtilega slag.



Sjáðu skallamark Bastoni

Sjáðu glæsimark Barella
Athugasemdir
banner
banner
banner