Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Hinn sautján ára gamli Jakob heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KFG 1 - 2 Völsungur
0-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('13)
1-1 Jakob Emil Pálmason ('19)
1-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('64)
Rautt spjald: Tómas Orri Almarsson, KFG ('75)

KFG og Völsungur áttust við í lokaleik dagsins í 2. deild karla. Leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ og litu tvö mörk dagsins ljós á fyrstu 20 mínútunum.

Jakob Gunnar Sigurðsson kom Völsungi yfir á 13. mínútu og jafnaði nafni hans Jakob Emil Pálmason metin sex mínútum síðar.

Staðan hélst markalaus allt þar til í seinni hálfleik, þegar Jakob Gunnar var aftur á ferðinni til að koma Húsvíkingum yfir á 64. mínútu.

Jakob Gunnar er aðeins sautján ára gamall en hefur verið sjóðheitur í sumar og er markahæsti leikmaður 2. deildarinnar með ellefu mörk.

Ellefu mínútum eftir annað mark hans var Tómas Orri Almarsson rekinn af velli í liði heimamanna og tókst tíu leikmönnum KFG ekki að bjarga stigi gegn Völsungi.

Lokatölur urðu 1-2 og er Völsungur í þriðja sæti með 13 stig eftir 7 umferðir. KFG situr í fallsæti með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner