Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Breukelen gerði sigurmarkið gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 0 Keflavík
1-0 Breukelen Lachelle Woodard ('28)

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

FH og Keflavík áttust við í fyrri leik dagsins í Bestu deild kvenna og tóku heimakonur forystuna í Hafnarfirði, þegar Breukelen Lachelle Woodard skoraði eftir atgang í vítateig gestanna.

Boltinn datt fyrir Breukelen innan vítateigs og skoraði hún af stuttu færi.

Keflavík reyndi að sækja sér jöfnunarmark en það tókst ekki og var staðan 1-0 í leikhlé.

Keflavík skipti um gír í upphafi síðari hálfleiks og fékk góð færi til að jafna en tókst ekki að skora framhjá Aldísi Guðlaugsdóttur sem átti góðan leik.

FH fékk færi til að tvöfalda forystuna á lokakaflanum, áður en Keflavík lagði allt í sóknarleikinn sinn, en hvorugu liði tókst að bæta marki við leikinn.

Niðurstaðan 1-0 sigur FH sem er í fjórða sæti deildarinnar, með 13 stig eftir 8 umferðir.

Keflavík er áfram í fallbaráttunni, með 6 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 12 11 0 1 32 - 4 +28 33
2.    Valur 12 11 0 1 34 - 11 +23 33
3.    Þór/KA 12 8 0 4 30 - 15 +15 24
4.    FH 12 6 1 5 17 - 21 -4 19
5.    Víkingur R. 12 4 4 4 16 - 21 -5 16
6.    Stjarnan 12 4 1 7 15 - 27 -12 13
7.    Tindastóll 12 3 2 7 12 - 22 -10 11
8.    Þróttur R. 12 3 1 8 11 - 18 -7 10
9.    Keflavík 12 3 0 9 8 - 22 -14 9
10.    Fylkir 12 1 3 8 10 - 24 -14 6
Athugasemdir
banner
banner
banner