Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 15. júní 2024 19:49
Sævar Þór Sveinsson
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn.“ sagði hnitmiðaður Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni. Liðin mættust í 8. umferð Bestu deild kvenna núna í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Við vorum bara fínar, ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér leist ekki á orkustigið hérna í fyrri hálfleiknum. Það er kannski eðlilegt eftir þessa viku sem við erum að klára hérna þriggja leikja törn á viku.“

Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn afar vel og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. En var Jóhann með einhverja eldræðu í hálfleiknum sem gíraði liðið upp?

Já nú væri gott að segja bara já og slaufa þessu viðtali. Það þurfti ekki mikið að segja við stelpurnar inn í hálfleiknum. Við vorum alveg meðvituð um að við vorum svolítið að rétta þeim þetta með klaufaskap og vorum að flýta okkur aðeins of mikið svo bara náðum við andanum og fórum yfir þetta.“

Jóhann hrósaði sérstaklega innkomunni hjá Hildi Önnu Birgisdóttur sem var skipt inn á völlinn í hálfleik.

Glæsileg innkoma hjá Hildi sem að leysir Emelíu Kruger af sem var búin að standa sig frábærlega. Þetta eru ungar stelpur sem eru hér að spila lykilhlutverk hjá okkur hérna. Þær bara báðar eru algjörlega magnaðar í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar er einnig rætt um Söndru Maríu Jessen og Mjólkurbikarinn.


Athugasemdir
banner
banner