Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fös 14. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM um helgina - Þýskaland spilar við Skotland í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er mikið fjör framundan í fótboltaheiminum þar sem Evrópumót karlalandsliða hefst í kvöld.

EM 2024 fer fram í Þýskalandi og hefja heimamenn keppni klukkan 19:00 þar sem þeir spila gegn Skotlandi.

Á laugardag og sunnudag fara svo sex leikir fram, þrír á dag, þar sem nokkur stórlið mæta til leiks.

Á morgun spilar Spánn við Króatíu í dauðariðlinum, B-riðli, áður en Ítalía mætir Albaníu. Á sunnudaginn eiga Holland og Danmörk erfiða leiki áður en stjörnum prýtt lið Englands mætir til leiks gegn Serbíu.

Allir leikir Evrópumótsins verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Föstudagur:
19:00 Þýskaland - Skotland

Laugardagur:
13:00 Ungverjaland - Sviss
16:00 Spánn - Króatía
19:00 Ítalía - Albanía

Sunnudagur:
13:00 Pólland - Holland
16:00 Slóvenía - Danmörk
19:00 Serbía - England
Athugasemdir
banner
banner