Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 14. júní 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er virkilega sáttur. Þetta er það sem við lögðum upp með. Að ná í þrjú stig og skora mörk. Við erum að hífa upp markatöluna.“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir magnaðan 4-0 sigur Grindavíkur á ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  4 Grindavík

Leikir Grindavíkur hafa verið mjög lokaðir en fyrir leikinn í kvöld voru þær með markatöluna 3-3 í fimm leikjum.

„Við finnum okkur vel á grasinu. Við erum náttúrulega vanar að vera í Grindavík á grasi, okkur líður mjög vel á því. Það opnuðust flóðgáttir og við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum. Dröfn var að koma til baka sem gefur okkar ákveðna kosti fram á við, þetta er allt á uppleið.“

Grindavík spilaði mjög góðan leik í dag og Anton var mjög sáttur með heildarframmistöðu liðsins.

„Ég er virkilega sáttur með sigurinn. Við unnum allar vel að sigrinum. Við spiluðum leik núna á þriðjudaginn og í dag á föstudegi. Þetta var bara gífurlega vel spilað. Við erum að vinna leikina þegar við skorum á undan sem við gerðum í dag.“

Anton telur að sigurinn í kvöld getur gefið liðinu byr undir báða vængi og þá einnig fyrir sóknarmenn liðsins.

„Þetta gefur okkur klárlega byr undir báða vængi fyrir komandi leiki. Við erum á fínu róli. Unnum Gróttu síðast og ÍR núna. Síðan eigum við hörkuleik gegn FHL í næstu viku. Þannig það er bara að gíra sig niður og gera sig klára í þann leik.“

Eftir sigurinn í dag er Grindavík komið með 10 stig en Anton segir að framhaldið á vellinum líti mjög vel út.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þær eru allar einbeittar. Við erum að spila mikið á heimastelpum í þessum leikjum. Það voru 8 heimastelpur í byrjunarliðinu í dag og 9 þar á undan. Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík. Það gengur vel og framhaldið lítur vel út á vellinum allavegana.“

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner