Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   fös 14. júní 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er virkilega sáttur. Þetta er það sem við lögðum upp með. Að ná í þrjú stig og skora mörk. Við erum að hífa upp markatöluna.“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir magnaðan 4-0 sigur Grindavíkur á ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  4 Grindavík

Leikir Grindavíkur hafa verið mjög lokaðir en fyrir leikinn í kvöld voru þær með markatöluna 3-3 í fimm leikjum.

„Við finnum okkur vel á grasinu. Við erum náttúrulega vanar að vera í Grindavík á grasi, okkur líður mjög vel á því. Það opnuðust flóðgáttir og við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum. Dröfn var að koma til baka sem gefur okkar ákveðna kosti fram á við, þetta er allt á uppleið.“

Grindavík spilaði mjög góðan leik í dag og Anton var mjög sáttur með heildarframmistöðu liðsins.

„Ég er virkilega sáttur með sigurinn. Við unnum allar vel að sigrinum. Við spiluðum leik núna á þriðjudaginn og í dag á föstudegi. Þetta var bara gífurlega vel spilað. Við erum að vinna leikina þegar við skorum á undan sem við gerðum í dag.“

Anton telur að sigurinn í kvöld getur gefið liðinu byr undir báða vængi og þá einnig fyrir sóknarmenn liðsins.

„Þetta gefur okkur klárlega byr undir báða vængi fyrir komandi leiki. Við erum á fínu róli. Unnum Gróttu síðast og ÍR núna. Síðan eigum við hörkuleik gegn FHL í næstu viku. Þannig það er bara að gíra sig niður og gera sig klára í þann leik.“

Eftir sigurinn í dag er Grindavík komið með 10 stig en Anton segir að framhaldið á vellinum líti mjög vel út.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þær eru allar einbeittar. Við erum að spila mikið á heimastelpum í þessum leikjum. Það voru 8 heimastelpur í byrjunarliðinu í dag og 9 þar á undan. Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík. Það gengur vel og framhaldið lítur vel út á vellinum allavegana.“

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner