Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
banner
   fös 14. júní 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er virkilega sáttur. Þetta er það sem við lögðum upp með. Að ná í þrjú stig og skora mörk. Við erum að hífa upp markatöluna.“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir magnaðan 4-0 sigur Grindavíkur á ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  4 Grindavík

Leikir Grindavíkur hafa verið mjög lokaðir en fyrir leikinn í kvöld voru þær með markatöluna 3-3 í fimm leikjum.

„Við finnum okkur vel á grasinu. Við erum náttúrulega vanar að vera í Grindavík á grasi, okkur líður mjög vel á því. Það opnuðust flóðgáttir og við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum. Dröfn var að koma til baka sem gefur okkar ákveðna kosti fram á við, þetta er allt á uppleið.“

Grindavík spilaði mjög góðan leik í dag og Anton var mjög sáttur með heildarframmistöðu liðsins.

„Ég er virkilega sáttur með sigurinn. Við unnum allar vel að sigrinum. Við spiluðum leik núna á þriðjudaginn og í dag á föstudegi. Þetta var bara gífurlega vel spilað. Við erum að vinna leikina þegar við skorum á undan sem við gerðum í dag.“

Anton telur að sigurinn í kvöld getur gefið liðinu byr undir báða vængi og þá einnig fyrir sóknarmenn liðsins.

„Þetta gefur okkur klárlega byr undir báða vængi fyrir komandi leiki. Við erum á fínu róli. Unnum Gróttu síðast og ÍR núna. Síðan eigum við hörkuleik gegn FHL í næstu viku. Þannig það er bara að gíra sig niður og gera sig klára í þann leik.“

Eftir sigurinn í dag er Grindavík komið með 10 stig en Anton segir að framhaldið á vellinum líti mjög vel út.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þær eru allar einbeittar. Við erum að spila mikið á heimastelpum í þessum leikjum. Það voru 8 heimastelpur í byrjunarliðinu í dag og 9 þar á undan. Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík. Það gengur vel og framhaldið lítur vel út á vellinum allavegana.“

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner