Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
banner
   fim 13. júní 2024 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Leikurinn var eins og við reiknuðum með að hann yrði. Þeir myndu vera meira með boltann og við liggja aftarlega og verjast. Við gerðum það bara feykivel en það eru þarna tvö eða þrjú mistök sem fella okkur í dag og mjög auðveld mörk að koma í veg fyrir. En Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir að vegferð Fylkis í Mjólkurbikarnum þetta árið tók enda eftir 3-1 tap þeirra gegn Víkingum í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga. Framan af síðari hálfleik var lið Fylkis lítið að sækja og það var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem einhver þungi að ráði færðist í sóknarleik þeirra. Eftir á að hyggja, fannst Rúnari liðið mögulega of passíft komandi út í síðari hálfleikinn?

„Nei, við lögðum þetta upp þannig að keyra þetta aftur inn og bíða eftir tækifærinu. Þeir voru svo sem ekkert að skapa mikið og við fengum alveg hættulegar sóknir til að komast á bakvið þá. En við þurftum að gera eitthvað í stöðunni 3-0. Þá þurftum við að reyna að sækja og ýta á þá og það gekk svo sem ágætlega.“

Mjólkurbikarinn úti þetta árið hjá Fylki og botnliðið getur einbeitt sér að deildinni eingöngu. Næst á dagskrá er leikur gegn Vestra leikur sem Fylkisliðið má illa við að tapa.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner