Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 13. júní 2024 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Leikurinn var eins og við reiknuðum með að hann yrði. Þeir myndu vera meira með boltann og við liggja aftarlega og verjast. Við gerðum það bara feykivel en það eru þarna tvö eða þrjú mistök sem fella okkur í dag og mjög auðveld mörk að koma í veg fyrir. En Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir að vegferð Fylkis í Mjólkurbikarnum þetta árið tók enda eftir 3-1 tap þeirra gegn Víkingum í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga. Framan af síðari hálfleik var lið Fylkis lítið að sækja og það var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem einhver þungi að ráði færðist í sóknarleik þeirra. Eftir á að hyggja, fannst Rúnari liðið mögulega of passíft komandi út í síðari hálfleikinn?

„Nei, við lögðum þetta upp þannig að keyra þetta aftur inn og bíða eftir tækifærinu. Þeir voru svo sem ekkert að skapa mikið og við fengum alveg hættulegar sóknir til að komast á bakvið þá. En við þurftum að gera eitthvað í stöðunni 3-0. Þá þurftum við að reyna að sækja og ýta á þá og það gekk svo sem ágætlega.“

Mjólkurbikarinn úti þetta árið hjá Fylki og botnliðið getur einbeitt sér að deildinni eingöngu. Næst á dagskrá er leikur gegn Vestra leikur sem Fylkisliðið má illa við að tapa.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner