Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 10:55
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel kominn til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Paulista, sem lék með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni frá 2015 til 2017, er genginn til liðs við tyrkneska stórveldið Besiktas.

Besiktas dróst afturúr í toppbaráttunni í Tyrklandi eftir að Fenerbahce og Galatasaray kræktu sér í ýmsar stórstjörnur í fyrra og einokuðu titilbaráttuna á nýliðinni leiktíð.

Félagið ákvað því að ráða Giovanni van Bronckhorst í þjálfarastöðuna hjá sér á dögunum og núna er kominn tími til að styrkja leikmannahópinn.

Gabriel er fyrsti leikmaðurinn sem Besiktas klófestir í sumar, en síðustu kaup félagsins þar á undan voru Mohamed Al-Musrati sem kom frá portúgalska félaginu Braga í febrúar.

Gabriel er 33 ára gamall og kemur til Besiktas á frjálsri sölu frá Atlético Madrid. Hann hefur einnig spilað fyrir Vitória í Brasilíu og Villarreal og Valencia á Spáni á flottum ferli.

Hjá Besiktas mun Gabriel meðal annars spila með Alex Oxlade-Chamberlain, Cenk Tosun, Ante Rebic, Gedson Fernandes, Milot Rashica, Daniel Amartey og Arthur Masuaku.


Athugasemdir
banner
banner