Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   fös 14. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar með bikarinn inni í klefa - „Þarft reglulega að klípa þig"
Víkingur vann keppnina 2019, 2021, 2022 og 2023.
Víkingur vann keppnina 2019, 2021, 2022 og 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þegar leikmenn gengu inn í búningsklefa Víkinga í gær sáu þeir bikarinn sem félagið, sem handhafi bikarins, geymir í Víkingsheimilinu.

Víkingur hefur ekki misst bikarinn frá sér frá því liðið vann hann árið 2019.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Var bikarinn í klefanum til þess að minna menn á hvað væri í húfi í leiknum?

„Já, þú ert alltaf að leita að einhverju „edge-i". Það eru forréttindi að fá að vera í liði sem á séns á því að vinna bikarinn fimm skipti í röð, datt út covid árið. Þú þarft reglulega að klípa þig og minna þig á það. Við tókum þá ákvörðun að setja bikarinn inn í klefa fyrir leikinn, svo menn átti sig á því að þeir séu ansi nálægt sögunni."

„Það kemur að því að við dettum út, vonandi seinna en á þessu ári. Þá kannski átta menn sig á því hversu magnað afrek þetta er,"
sagði Arnar.

Víkingur lagði Fylki í 8-liða úrslitunum og mun mæta Stjörnunni í undanúrslitum.
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Athugasemdir
banner
banner
banner