Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 15. júní 2024 19:15
Sævar Þór Sveinsson
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag. Það er bara þannig.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-4 tap gegn Þór/KA á Samsungvellinum í dag þegar leikið var í 8. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Þær taka bara mjög fljótt yfir leikinn eða bara strax. Strax eiginlega finnst mér Akureyrarliðið vera yfir í leiknum þótt við skorum fyrsta markið. Við áttum sénsa á því að komast í gegnum þær eftir upphafsspyrnuna en nýttum okkur það ekki. Eftir það lágu þær á okkur þótt að við hefðum skorað þarna eftir aukaspyrnu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks skorar Þór/KA tvö mörk úr hornspyrnu.

Það verður bara misskilningur í fyrra horninu og annað hornið er svona einkennandi og lýsing á því hvað við vorum lin í návígum í leiknum yfir höfuð og það sýndi sig þarna að við náðum ekki að hreinsa í burtu og þá kom mark.

Annan leikinn í röð er Stjarnan með einungis sex leikmenn á bekk.

Já, það er því miður búið að vera töluvert af meiðslum. En við erum svona að fá þær til baka einhverjar en já það var svolítið tæpt. Ég held að það sé bara þannig hjá flestöllum liðum í deildinni. Það var spilað þétt fyrir landsleikjahléið í töluverðum kulda þannig ég held að þetta sé bara allsstaðar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir