Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 15. júní 2024 19:15
Sævar Þór Sveinsson
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag. Það er bara þannig.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-4 tap gegn Þór/KA á Samsungvellinum í dag þegar leikið var í 8. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Þær taka bara mjög fljótt yfir leikinn eða bara strax. Strax eiginlega finnst mér Akureyrarliðið vera yfir í leiknum þótt við skorum fyrsta markið. Við áttum sénsa á því að komast í gegnum þær eftir upphafsspyrnuna en nýttum okkur það ekki. Eftir það lágu þær á okkur þótt að við hefðum skorað þarna eftir aukaspyrnu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks skorar Þór/KA tvö mörk úr hornspyrnu.

Það verður bara misskilningur í fyrra horninu og annað hornið er svona einkennandi og lýsing á því hvað við vorum lin í návígum í leiknum yfir höfuð og það sýndi sig þarna að við náðum ekki að hreinsa í burtu og þá kom mark.

Annan leikinn í röð er Stjarnan með einungis sex leikmenn á bekk.

Já, það er því miður búið að vera töluvert af meiðslum. En við erum svona að fá þær til baka einhverjar en já það var svolítið tæpt. Ég held að það sé bara þannig hjá flestöllum liðum í deildinni. Það var spilað þétt fyrir landsleikjahléið í töluverðum kulda þannig ég held að þetta sé bara allsstaðar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner