Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Rúnar Kristins um lætin í lokin: Hann hefur engan rétt á því
Óli Hrannar: Það myndu öll lið sakna hans
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
   lau 15. júní 2024 19:15
Sævar Þór Sveinsson
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag. Það er bara þannig.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-4 tap gegn Þór/KA á Samsungvellinum í dag þegar leikið var í 8. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Þær taka bara mjög fljótt yfir leikinn eða bara strax. Strax eiginlega finnst mér Akureyrarliðið vera yfir í leiknum þótt við skorum fyrsta markið. Við áttum sénsa á því að komast í gegnum þær eftir upphafsspyrnuna en nýttum okkur það ekki. Eftir það lágu þær á okkur þótt að við hefðum skorað þarna eftir aukaspyrnu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks skorar Þór/KA tvö mörk úr hornspyrnu.

Það verður bara misskilningur í fyrra horninu og annað hornið er svona einkennandi og lýsing á því hvað við vorum lin í návígum í leiknum yfir höfuð og það sýndi sig þarna að við náðum ekki að hreinsa í burtu og þá kom mark.

Annan leikinn í röð er Stjarnan með einungis sex leikmenn á bekk.

Já, það er því miður búið að vera töluvert af meiðslum. En við erum svona að fá þær til baka einhverjar en já það var svolítið tæpt. Ég held að það sé bara þannig hjá flestöllum liðum í deildinni. Það var spilað þétt fyrir landsleikjahléið í töluverðum kulda þannig ég held að þetta sé bara allsstaðar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner