Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 13. júní 2024 23:06
Sverrir Örn Einarsson
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Danijel Dejan Djuric í leiknum í kvöld
Danijel Dejan Djuric í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric átti fínan leik í liði Víkings er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjókurbikarsins í Víkinni fyrr í kvöld. Danijel sem var dæmdur í tveggja leikja bann í Bestu deildinni á dögunum gerði tvö mörk í leiknum en lokatölur urðu 3-1 Víkingum í vil.

Var það einhver auka mótivering fyrir Danijel komandi inn í leikinn að hafa verið úrskurðaður í þetta leikbann og ætlaði hann að svara fyrir það inn á vellinum?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

„Já hundrað prósent. Áður en ég lagðist á koddann í gær hugsaði ég að ég yrði að gera eitthvað í leiknum í dag til þess að fara á góðu nótunum inn í þetta bann.“

Um leikinn og þróun hans og hvað skildi á milli liðanna sagði Danijel.

„Mér fannst Fylkir vera betri fyrstu tuttugu mínúturnar og við vorum að þjást. Síðan fórum við bara í gírinn og skoruðum tvö mörk hratt og þá fannst mér við vera með leikinn.“

Víkingsliðið líkt og oft áður bauð ekkert endilega upp á neina flugeldasýningu í kvöld en nýti sín tækifæri vel. Nokkuð sem hefur einkennt liðið í sumar.

„Við þurfum ekki mikið til þess að skora en þegar við gerum það þá koma mörkin.“

Danijel er eins og margoft hefur komið fram á leið í bann. Erfið tilhugsun eflaust þegar næstu leikir Víkinga í Bestu deildinni eru gegn Val og KR. Hvernig verða næstu vikur hjá honum?

„Ég ætla að æfa svona tíu sinnum á dag. Það mun verða mjög skrýtið að vera upp í stúku að horfa á þessa leiki en ég mun æfa og koma alveg tvíefldur til leiks á móti Stjörnunni.“

Danijel var að lokum spurður út í viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga og félagsins almennt við leikbanninu og tilkomu þess og var Danijel afar einlægur í svari sínu.

„Eftir þetta fæ ég ótrúlega góð viðbrögð, Arnar sendi á mig upp með hausinn, þetta er allt í lagi þú heldur áfram. Svo eru það allir í kringum félagið þetta er topp topp fólk. Eftir að ég skoraði seinna markið þá bara hneigði ég mig fyrir framan þau. Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg.“

Sagði Danijel en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner