Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Rúnar Kristins um lætin í lokin: Hann hefur engan rétt á því
Óli Hrannar: Það myndu öll lið sakna hans
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
   lau 15. júní 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, var þjálfari Keflavíkur í dag gegn Dalvík/Reyni. Hann var mjög vonsvikinn með frammistöðu liðsins í markalausu jafntefli.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Hugmyndaflugið lélegt og boltinn gekk illa á milli manna. Það vantaði auka kraft til að klára þetta. Þeir voru stórhættulegir líka í skyndisóknum og hefðu getað stoðlið þessu undir lokin," sagði Bói.

Abdeen Temitope Abdul framherji Dalvíkur/Reynis var erfiður viðureignar fyrir Keflvíkinga í dag.

„Það þarf að hafa sig allan við. Hann er fljótur, sterkur og áræðinn. Þeir eru vel skipulagðir, það er ekkert lið búið að vinna hérna. Við virðum punktinn en erum svolítið svekktir að vera einum fleiri og fá ekki meira út úr þessu," sagði Bói.

Bói var spurður út í atvikið þegar Amin Guerrero Touik leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk rautt spjald fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson í punginn.

„Mér skilst að einn hafi slegið okkar leikmann í punginn og línuvörðurinn virðist sjá það en stoppar samt ekki leikinn. Svo fer dómarinn að athuga hvort það sé í lagi með okkar mann og hann segir hvað hafði gerst. Þá fer hann að tala við línuvörðinn og okkar maður fær spjald fyrir að bregðast illa við. Þetta var skrítin atburðarás en þeir leystu ágætlega út úr þessu," sagði Bói.


Athugasemdir
banner
banner