Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fös 14. júní 2024 17:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Real Madrid er draumurinn
Lék með U17 og U19 hjá AZ í vetur.
Lék með U17 og U19 hjá AZ í vetur.
Mynd: AZ
Var lykilmaður í liði Gróttu í fyrra.
Var lykilmaður í liði Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stóð sig virkilega vel í Lengjudeildinni.
Stóð sig virkilega vel í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Fyrsta hálfa árið í Alkmaar var mjög flott, ég úlnliðsbrotnaði reyndar í febrúar og þá var þetta ekki skemmtilegt, var bara í ræktinni með sjúkraþjálfara. En heilt yfir búið að vera gott," sagði unglingalandsliðsmaðurinn Tómas Johannessen í viðtali við Fótbolta.net.

Hann gekk í raðir hollenska félagsins í vetur eftir að hafa átt gott tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni. Tómas er fæddur árið 2007 og er sóknarsinnaður miðjumaður.

„Ég var í 5 vikur frá vellinum, gat síðustu vikurnar verið með bolta úti á velli en æfði ekki með liðinu. Ég var að æfa með U19 ára liðinu og spilaði með U17. Þegar það voru ekki leikir hjá U17 þá var ég með U19 liðinu og kom inn á í leikjum þar."

„Ég er sáttur við fyrsta hálfa árið, fékk fullt af leikjum. Þetta er aðeins öðruvísi úti en að vera með meistaraflokki hérna heima."

„Ég byrja undirbúningstímabilið með varaliðinu og það fer eftir því hvernig ég stend mig með hvaða liði ég spila. Ég æfi með varaliðinu á meðan U19 liðið er í fríi. Varaliðið er mjög gott, stóðu sig drulluvel á síðasta tímabili og enduðu í umspilssæti í hollensku B-deildinni."


Þar sem aðalliðið er í efstu deild mátti varaliðið ekki taka þátt í umspilinu.

Hvernig er lífið í Hollandi, að vera ekki á Íslandi?

„Það getur verið mjög leiðinlegt, en getur líka verið mjög gaman. Það fer svolítið eftir því hvernig þú ert að standa þig. Þegar ég var úlnliðsbrotinn þá var þetta ömurlega leiðinlegt, en þegar þú ert að skora og standa þig vel í leikjum, þá er þetta mjög gaman."

„Ég held ég sé að spila með leikmönnum sem verða stjörnur í framtíðinni, það eru gæði í mörgum þarna, það kom mér á óvart hversu mikil gæði eru í leikmönnum."


En af hverju AZ Alkmaar?

„Ég prófaði nokkra staði, fór svo til Alkmaar og var bara hjá Gróttunni - var ekkert að stressa mig og vildi eiginlega ekki fara út. Svo fannst mér rétt að fara út, fór á reynslu, stóð mig ógeðslega vel og þeir vildu mjög mikið fá mig, sýndu mjög mikinn áhuga. Þetta leit mjög spennandi út, næs staður."

Mjög stór félög sýndu Tómasi áhuga. Borussia Dortmund var sagt fylgjast með kappanum. „Sum félög sem ég vissi sjálfur ekki af, veit ekki hvort það hafi verið kjaftæði, en maður heyrði af einhverju."

„Ég heyrði Bayern Munchen en veit ekki hvort það sé satt."


Áður en Tómas ákvað að velja AZ ræddi hann við foreldra sína og svo Albert Guðmundsson, fyrrum leikmann félagsins.

„Foreldrar mínir höfðu áhyggjur af því hvernig lífið yrði úti. Svo ræddi ég við Albert, hann sagði mér að þetta væri mjög góður staður og mjög flott fyrsta skref. Svo talaði ég við nokkra vini mína."

Tómas ræðir um íslensku tenginguna við AZ en margir Íslendingar hafa verið hjá félaginu.

Planið hjá Tómasi í vetur var að fara í Breiðablik, fara í Bestu deildinni. „Á endanum var ég meira spenntur fyrir því að fara út."

Real Madrid er draumurinn
Í draumaheimi, hvað langar þig að gerist á næsta tímabili?

„Ef ég fæ að ráða? Þá brillera ég á æfingunum með Jong AZ, vinn mig inn í byrjunarliðið og stend mig vel þar, fer í aðalliðið, skora - ef maður fær að ráða þá er það beinasta leiðin í aðalliðið," sagði Tómas og brosti.

Tómas segir að draumaliðið á ferlinum sé Real Madrid. „Ég vil reyna vinna mig eins fljótt og ég get inn í aðalliðið hjá AZ og svo fara þaðan eitthvað annað. Það er hægt að taka mjög flott skref frá AZ, hægt að fara þaðan í gott lið," sagði Tómas.

Viðalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner