Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 15. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik var mjög gott að ná í stig," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við vorum betri manni færri, við byrjum kannski næsta leik manni færri strax," sagði Dragan léttur í bragði.

„Keflavík er gott lið, þeir vinna síðasta leik 5-0 en þetta er kannski með verri fyrri hálfleikjum sem við höfum spilað síðasta eina og hálfa árið."

Dragan var mjög ósáttur með Amin Guerrero Touiki leikmann liðsins sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson leikmann Keflavíkur í punginn.

„Þetta má ekki gerast. Þetta kom líka fyrir á móti ÍR, við spiluðum 60 mínútur manni færri eins og í dag. Ég er þekktur fyrir það að mín lið fái ekki oft rautt. Stundum gerist þetta og maður skilur þetta ekki. Ég talaði svolítið mikið eftir leikinn, þetta er bannað eins og einhver myndi segja," sagði Dragan.


Athugasemdir
banner
banner
banner