PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 15. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik var mjög gott að ná í stig," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við vorum betri manni færri, við byrjum kannski næsta leik manni færri strax," sagði Dragan léttur í bragði.

„Keflavík er gott lið, þeir vinna síðasta leik 5-0 en þetta er kannski með verri fyrri hálfleikjum sem við höfum spilað síðasta eina og hálfa árið."

Dragan var mjög ósáttur með Amin Guerrero Touiki leikmann liðsins sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson leikmann Keflavíkur í punginn.

„Þetta má ekki gerast. Þetta kom líka fyrir á móti ÍR, við spiluðum 60 mínútur manni færri eins og í dag. Ég er þekktur fyrir það að mín lið fái ekki oft rautt. Stundum gerist þetta og maður skilur þetta ekki. Ég talaði svolítið mikið eftir leikinn, þetta er bannað eins og einhver myndi segja," sagði Dragan.


Athugasemdir
banner