Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Bajrami skoraði fljótasta mark í sögu EM
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nedim Bajrami, leikmaður Sassuolo í ítölsku deildinni, er búinn að koma Albaníu yfir eftir 23 sekúndna leik í fyrstu umferð Evrópumótsins.

Federico Dimarco, vinstri bakvörður Ítalíu, tók slakt innkast til baka sem Bajrami komst inn í og kláraði með föstu skoti í nærhornið sem fór yfir Gianluigi Donnarumma og söng í netinu.

Ítalir brugðust við með góðri sókn þar sem Lorenzo Pellegrini skaut boltanum rétt framhjá markinu, en staðan er 1-0 í upphafi leiks.

Það tók Bajrami aðeins 23 sekúndur að taka forystuna fyrir Albaníu, sem er fljótasta mark Evrópumótsins frá upphafi. Hann bætti met sem Dmitri Kirichenko, fyrrum leikmaður Rússlands, setti á EM 2004 gegn Grikklandi - en Grikkir stóðu uppi sem sigurvegarar á því móti.

Til gamans má geta að Emil Forsberg á þriðja fljótasta mark í sögu EM en þar á eftir koma Yussuf Poulsen, Robert Lewandowski og Luke Shaw.

Alan Shearer og Michael Owen eiga níunda og tíunda fljótasta mark sögunnar.Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner