Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   lau 15. júní 2024 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net

„Þetta var bara lélegur leikur," sagði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir markalaust jafntefli gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við náðum aldrei að komast á almennilegt tempó. Þeir gera vel með því að drepa leikinn, það er ekkert flóknara en það. Við fórum á þeirra plan, þetta fór í einhvern skrípaleik og við komumst aldrei úr því."

Amin Guerrero Touiki leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að kýla Gunnlaug í punginn.

„Hann kýlir mig bara í punginn og á að fá rautt spjald. Svo fæ ég gult út af því að dómarinn er svo lengi að átta sig á hlutunum, línuvörðurinn á að flagga strax og þá hefði ég aldrei fengið gult spjald," sagði Gunnlaugur.

„Það er smá kítingur sem gerist í fótbolta en ég bjóst aldrei við króknum. Ég var ennþá að drepast í seinni hálfleik, ég var með verk alveg upp í geirvörtur," sagði Gunnlaugur enn frekar en hann sagðist vera að koma til.


Athugasemdir
banner