Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Garnacho fer á Copa América - Messi hefur miklar mætur á Carboni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það styttist óðfluga í Copa América þar sem þjóðir frá Ameríku mætast í æsispennandi keppni.

Argentína er ríkjandi meistari í keppninni og gætu ungstirnin Alejandro Garnacho og Valentín Carboni verið með í leikmannahópinum.

Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, svo gott sem staðfesti í viðtali í nótt að kantmaðurinn knái Garnacho muni fara með á lokamótið.

„Ég get lofað því að Garnacho verður með í keppninni. Hann verður með okkur," sagði Scaloni, en Garnacho verður tvítugur um mánaðamótin og á nú þegar fimm A-landsleiki að baki.

Carboni er einu ári yngri en Garnacho og lék sinn fyrsta A-landsleik með Argentínu í nótt þegar hann var í byrjunarliðinu í sigri gegn Gvatemala.

„Valentín Carboni á stórkostlega framtíð fyrir sér. Hann er ótrúlega góður í dag og á eftir að verða enn betri með tímanum. Ég fylgdist með honum hjá U20 landsliðinu og hann hefur vaxið mikið síðan þá. Þetta er virkilega gæðamikill leikmaður," sagði Lionel Messi landsliðsfyrirliði Argentínu eftir sigurinn gegn Gvatemala í nótt.

Carboni er samningsbundinn Ítalíumeisturum Inter en lék á láni hjá Monza á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner