Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 15. júní 2024 20:29
Sölvi Haraldsson
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fín frammistaða í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var svolítið hægur og lélegur. En við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri þá.“ sagði Baldvin Þór Berndsen, varnarmaður Fjölnis, sem skoraði gjörsamlega geggjað sigurmark í dag í 1-0 sigri á Þór á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Baldvin skoraði eitt mark sumarsins í dag þegar hann kom Fjölni yfir í 1-0 sem reyndist svo vera eina mark leiksins.

Þeir hreinsa burt og við fáum innkast. Reynir kastar honum á mig og ég horfi upp og læt bara vaða. Hrotta flökkt á boltanum sem endaði í netinu, bara geðveikt.“

Ég er vanur að taka svona skot á æfingum og stundum í leikjum. Það var helluð tilfinning að sjá boltann í netinu. Á heimavelli í Dalhúsum, geggjað veður og Gula þruman mætt, fáranlega gaman.“

Baldvin er núna komin í mjög stórt hlutverk hjá Fjölni en nýtur sín gífurlega vel í hjartanum með bestu vinum sínum.

Við erum bara þrír bestu vinirnir aftast í vörninni. Bara frábært að vera með þeim hérna í Fjölni, uppeldisfélaginu. Hellað.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Baldvin talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Flott að halda í hefðirnar. Við gerum það bara með stolti og sinnum því alltaf.“ sagði Baldvin að lokum.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner