Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi vilji spila áfram fyrir Ísland - „Svo íhugum við að velja hann í hópinn"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Hollandi þar sem hann er að glíma við meiðsli. Gylfi var ekki með Val gegn HK í Bestu deildinni í gær þar sem hann er að glíma við meiðsli í baki.

Gylfi hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í Bestu deildinni í sumar, og byrjaði mótið bara mjög vel. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort það hefði komið til greina að velja Gylfa í hópinn.

„Ég talaði við Gylfa og Aron (Einar Gunnarsson) eftir leikinn gegn Úkraínu og upp á framtíðina vildi ég vita hvort þeir hefðu áhuga á því að spila fyrir Ísland út af aldri þeirra og líkama þeirra. Gylfi og Aron eru báðir mjög mikilvægir karakterar fyrir íslenska landsliðið en þeir þurfa að vera í góðu standi til að spila. Þeir eru að keppa við aðra leikmenn sem eru að koma upp og vilja standa sig. Þeir eru báðir áhugasamir um að spila fyrir Ísland og það er mikilvægt fyrir okkur," sagði Hareide.

„Gylfi þarf að spila meira og æfa meira með Val og svo íhugum við að velja hann í hópinn gegn Svartfjallalandi. Hann þarf að vera í góðu standi en hann er meiddur núna. Ég vona að hann geti komið sér í frábært stand."

„Áður en hann meiddist var hann að þróast vel áfram í frammistöðu sinni. Hann er að verða betri og betri. Við vitum alveg um gæði hans í kringum teiginn, hann er með frábærar sendingar og er góður í að klára færi. Ég sagði það fyrir síðasta verkefni að hann þyrfti að vera í góðu standi og það er aftur þannig núna. Hann er meiddur," sagði Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner