Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er ekkert til að ræða nema þau vilji losna við mig"
Ánægður í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslands
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hareide tók við landsliðinu í fyrra.
Hareide tók við landsliðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fréttamannafundi í dag að það hefði tekið góðan tíma fyrir sig að jafna sig á tapinu gegn Úkraínu í mars.

Ísland var þar ekki langt frá því að komast inn á Evrópumótið. Strákarnir okkar voru yfir í hálfleik en enduðu á því að tapa 1-2 þar sem Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, gerði sigurmarkið í lokin.

Hareide, sem er orðinn sjötugur, var á fréttamannafundinum jafnframt spurður út í það hvort að hann hefði íhugað að hætta eftir leikinn gegn Úkraínu eða hvort að hann ætti sér draum um að koma Íslandi á HM 2026.

„Ég er með samning og í honum stendur að við munum ræða málin eftir Þjóðadeildina," sagði Norðmaðurinn.

„Ég er mjög ánægður í mínu starfi að þjálfa Ísland og ég var sérstaklega ánægður með leikmennina eftir síðustu tvo leiki. Við fórum í tvo erfiða leiki þar. Ég er gríðarlega hrifinn af leikmönnunum og mér þykir mjög vænt um þá. Ég tel okkur geta orðið betri."

„Þú þarft að syrgja þegar þú tapar og þegar þú missir af því að komast á EM. Þú syrgir en svo þarftu að koma til baka og horfa á það jákvæða sem þú getur gert. Við þurfum að gera það saman. Framtíðin er góð á Íslandi. Við verðum að taka þessa tvo leiki sem eru framundan til að verða enn betri og verðum að fara af krafti inn í Þjóðadeildina."

„Það er ekkert til að ræða nema þau vilji losna við mig. Ég er bara að hugsa um að gera það allra besta í Þjóðadeildinni. Við verðum að sjá hvort við þróum liðið áfram en ef það tekst ekki, þá þurfum að ræða málin," sagði Hareide.

Hareide framlengdi samning sinn við KSÍ í janúar á þessu ári Samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026.

Hareide tók við Íslandi í fyrra og má segja að það hafi verið jákvæð þróun á liðinu undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner