Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gæti spilað sinn fyrsta landsleik í fjarveru Ederson og Alisson
Ederson er á meiðslalistanum
Ederson er á meiðslalistanum
Mynd: EPA
Brasilíska landsliðið mætir því enska í æfingaleik á Wembley í kvöld. Óreyndur markvörður verður líklega milli stanganna hjá Brasilíu í fjarveru Ederson og Alisson.

Ederson markvörður Manchester City meiddist fyrr í þessum mánuði gegn Liverpool en Alisson markvörður Liverpool hefur verið fjarverandi í einhvern tíma.

Hinn 24 ára gamli Bento, leikmaður Club Athletico Paranaense í heimalandinu, er í hópnum en hann hefur ekki enn spilað landsleik en hann var fyrst valinn í hópinn í ágúst á síðasta ári.

Hann hefur einnig möguleika á að spila fyrir ítalska landsliðið en sögusagnir eru á kreiki um að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við Inter Milan en hann leikur í Brasilíu.

Leikmannahópur Brasilíu er ógnarsterkur þrátt fyrir að leikmenn á borð við Marquinhos, Gabriel Magalhaes, Eder Militao, Casemiro, Gabriel Jesus og Neymar séu allir fjarverandi vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner