Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 10:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bremer efstur á óskalista Man Utd - Raphinha orðaður við Al-Hilal
Powerade
Gleison Bremer í baráttunni
Gleison Bremer í baráttunni
Mynd: EPA
Raphinha
Raphinha
Mynd: EPA
Morgan Gibbs-White
Morgan Gibbs-White
Mynd: Getty Images

Slúðurpakkinn er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims. Lamine Yamal, Greenwood, Mbappe, Van de Beek og fleiri góðir koma við sögu.


Arsenal fylgist með Morgan Gibbs-White þar sem Nottingham Forest gæti selt hann til að laga fjárhaginn hjá sér. (Star)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið hafi hafnað tilboði upp á 200 milljónir evra fyrir hinn 16 ára gamla Lamine Yamal. (Marca)

Sádí arabíska félagið Al-Hilal vill fá brasilíska vængmanninn Raphinha frá Barcelona. Félagið er tilbúið að borga allt að 100 milljónir evra fyrir þennan 27 ára gamla leikmann. (Sport)

Newcastle vill fá portúgalska miðvörðinn Goncalo Inacio, 22, og fílbeinsstrendinginn Ousmane Diomande, 20, frá Sporting Lisbon en fjárhagslegar takmarkanir gætu komið í veg fyrir það. (Fichajes)

Franski framherjinn Kylian Mbappe mun ekki tilkynna brottför sína frá PSG til Real Madrid á meðan þessi lið geta mæst í Meistaradeildinni. (Sport)

Juventus er að skoða það að fá hinn 22 ára gamla framherja Mason Greenwood, sem er á láni hjá Getafe frá Man Utd en samningur hans við United rennur út sumarið 2025. (Gazzetta dello Sport)

Frankfurt mun líklega ekki kaupa Donny van de Beek fyrir 8.5 milljónir punda frá Man Utd en hann er á láni hjá þýska félaginu. (Bild)

Erik ten Hag stjóri Man Utd er viss um að geta sannfært Sir Jim Ratcliffe um að halda honum þrátt fyrir að það hafi þegar verið umræður um eftirmann hans. (ESPN)

Man Utd mun ekki kaupa Sofyan Amrabat sem er á láni hjá félaginu frá Fiorentina. Þessi 27 ára gamli miðvörður er á óskalista AC Milan og Juventus. (Tuttosport)

Gleison Bremer miðvörður Juventus er efstur á óskalista Man Utd í sumar en hann er með 50 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum. (Corriere dello Sport)

Napoli ætlar ekki að virkja 7.7 milljón punda ákvæði í samningi Leander Dendoncker sem er á láni hjá félaginu frá Aston Villa. (Fabrizio Romano)

Barcelona vill eindregið bjóða Pau Cubarsi, 17, nýjan samning eftir að hann vann sér sæti í aðalliðinu en það er áhugi á honum úr Úrvalsdeildinni. (Marca)


Athugasemdir
banner
banner