Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 12:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cancelo sakar Guardiola um lygar
Mynd: Getty Images
Joao Cancelo hefur ekki verið velkominn til Manchester City undanfarið en hann er núna á láni hjá Barcelona.

Hann var á láni hjá Bayern seinni hluta síðasta tímabils og fór í sumar til Barcelona. Pep Guardiola sagði frá því í fjölmiðlum að Cancelo hafi brugðist illa við því að hafa ekki verið valinn í liðið í nokkrum leikjum í röð.

Nathan Ake og Rico Lewis voru ofar í goggunarröðinni.

Cancelo var í viðtali hjá portúgalska miðlinum A Bola þar sem hann fór yfir málið.

„Það er lygi. Ég hef aldrei verið lélegur liðsmaður, þú getur spurt Nathan Ake eða Rico Lewis. Mér finnst ég ekkert betri eða með minnimáttakennd gagnvart þeim en þetta er álit stjórans," sagði Cancelo.

„Man City var svolítið vanþakklátt í minn garð þegar þeir sögu þetta því ég hef verið mikilvægur leikmaður þegar ég var þar. Ég var alltaf skuldbundinn félaginu, stuðningsmönnunum og ég gaf mig allan í þetta. Ég man einu sinni þegar það var ráðist á mig og ég var rændur var ég að spila á Emirates gegn Arsenal daginn eftir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner