Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gordon: Langbesti dagur í lífi mínu
Mynd: EPA

Anthony Gordon leikmaður Newcastle upplifði besta dag lífs síns í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir hönd Englands.


Hann var í byrjunarliðinu þegar England tapaði gegn Brasilíu en hinn 17 ára gamli Endrick skoraði eina markið undir lok leiksins.

Gordon var tekinn af velli þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Þetta var langbesti dagur í lífi mínu. Ég sá þetta aðeins öðruvísi fyrir mér, með marki og sigri kannski en maður getur ekki beðið um of mikið," sagði Gordon í samtali við BBC eftir leikinn.

„Þetta hefur lengi verið draumur, síðan ég var fjögurra eða fimm ára. Ég hef ekki bara séð þetta fyrir mér undanfarin ár, ég var hlaupandi um í garðinum að endurskapa mörk Rooney og Gerrard. Þetta er stórkostlegt augnablik."


Athugasemdir
banner
banner