Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Japan líklega dæmdur sigur gegn Norður-Kóreu
Mynd: Getty Images
Alþjóðafótboltasamband FIFA hefur tekið ákvörðun um leikur Japans og Norður-Kóreu fari ekki fram og er talið líklegast að Japan verði dæmdur sigur í einvíginu.

Liðin áttust við síðasta fimmtudag í fyrri leiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins en Japan hafði þar sigur, 1-0.

Sá leikur fór fram í Tókýó en síðari leikurinn átti að fara fram í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Nokkrum mínútum eftir fyrri leikinn var greint frá því að síðari leiknum hefði verið aflýst.

Engar frekari skýringar komu fram en að það væri verið að leita að hlutlausum velli.

Fimm ár eru liðin síðan Norður-Kórea spilaði síðast heimaleik við aðra þjóð en öllu var skellt í lás í kringum kórónuveirufaraldurinn, þar sem ferðamönnum var meðal annars meinaður aðgangur að landinu.

FIFA hefur staðfest að síðari leikurinn milli Japans og Norður-Kóreu muni ekki fara fram og er líklegasta sviðsmyndin að Japan verði dæmdur sigur. Það þýðir að Japan tryggir sér þátttöku á Asíumótið fyrir 2027 og er komið áfram í 3. umferð í undankeppni heimsmeistaramótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner