Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 12:24
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Úkraína betri en tvö af þeim liðum sem við yrðum með á EM
Icelandair
Úkraínska landsliðið.
Úkraínska landsliðið.
Mynd: EPA
Annað kvöld mætast Úkraína og Ísland í úrslitaleik umspilsins, sigurliðið mun leika á EM í Þýskalandi í sumar.

Úkraína er sem stendur í 24. sæti styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 73. sæti.

Ef Ísland tryggir sér sæti á EM verða strákarnir okkar í riðli með Belgíu (4. sæti á heimslistanum), Rúmeníu (45) og Slóvakíu (48).

Við erum því að fara að mæta liði á morgun sem eru betri en tvö af þeim þremur liðum sem við yrðum með í riðli á EM.

Úkraínska liðið hefur ekki tapað neinum af síðustu níu skráðu heimaleikjum sínum og unnið ellefu af síðustu 20 leikjum. Meðal leikmanna eru kunnir kappar sem spila í sterkum deildum.
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Athugasemdir
banner
banner
banner