Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   sun 12. maí 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Krakkarnir reyndu að trufla vítið hjá Hallgrími Mar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fékk víti í lok fyrri hálfleiks í leiknum gegn Val í Bestu-deild karla í gær og gat jafnað leikinn í 1 - 1.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson sem byrjaði sinn fyrsta leik í sumar fór á punktinn en þar mætti honum meira en bara Frederik Schram markvörður Vals í að reyna að koma í veg fyrir að boltinn færi í markið.

Fyrir aftan markið hafði komið sér fyrir hópur krakka og reyndi að beita truflunum til að taka Hallgrím úr sambandi. Svona svolítið eins og við þekkjum úr NBA. Þeim varð þó ekki erindi sem erfiði því Hallgrímur Mar skoraði úr spyrnunni af miklu öryggi í bláhornið. Það taldi þó ekkert að lokum því Valur vann 3 - 1.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner