Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 12. maí 2024 13:16
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Tipsbladet 
Freysi um söluna á Andra: Lyngby skuldar mér mikinn pening
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Freyr Alexandersson átti stóran þátt í því að fá Andra Lucas Guðjohnsen til Lyngby. Hann kom fyrst til félagsins á lánssamningi frá Norrköping og var svo keyptur eftir góða frammistöðu.

Hann er með 13 mörk í 25 deildarleikjum á tímabilinu og er búinn að skora sex mörk í síðustu átta leikjum. Núna hefur belgíska félagið Gent áhuga á að kaupa Andra og getur Lyngby því grætt væna fúlgu fjárs á því að selja hann út.

„Þeir skulda mér mikinn pening í Lyngby," sagði Freyr kíminn í viðtali við Tipsbladet og hló.

„Í rauninni er ég mjög ánægður fyrir hönd allra aðila, þeir eiga allt það besta skilið. Við hjálpuðum Andra á erfiðum tíma fyrir hann hjá Norrköping, sem spilaði bara með einn framherja. Andri er leikmaður sem þarf traust og spiltíma til að skína. Hann gat ekki fengið það hjá Norrköping útaf mikilli samkeppni um byrjunarliðsstöðuna.

„Lyngby á hrós skilið fyrir að bjóða Andra velkominn og hjálpa honum í aðlögunarferlinu. Ég hef engar efasemdir um að hann getur náð langt."


Tipsbladet náði einnig tali af Glen Riddersholm, þjálfara Norrköping, sem segist vera mjög ánægður fyrir hönd Andra.

„Það var erfitt að gefa Andra þann spiltíma sem hann átti skilið útaf því að Christoffer Nyman var að standa sig vel í fremstu víglínu. Við reyndum að nota hann í öðrum stöðum í sóknarlínunni en það gekk ekki upp vegna þess að Andri er hreinræktaður framherji. Mér fannst frábær lausn að senda hann á láni til Freys og félaga í Lyngby," sagði Riddersholm.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Andra og þessi þróun kemur mér ekki á óvart. Við vildum lána hann til Lyngby og nýta hann á næstu leiktíð, en svo ákvað Lyngby að festa kaup á honum. Þeir hljóta að hafa borgað góða upphæð fyrir."

Talið er að fleiri félög utan Skandinavíu hafi áhuga á Andra í sumar.
Athugasemdir
banner
banner