Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 12. maí 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dortmund fær meiri pening ef liðið tapar úrslitaleiknum
Mynd: EPA

Dortmund er í athyglisverðri stöðu en liðið fær meiri pening á því að tapa í úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar Real Madrid þann 1. júní.


Jude Bellingham gekk til liðs við Real Madrid frá Dortmund síðasta sumar en það er athyglisvert ákvæði í samningnum hans hjá spænska liðinu.

Ef Bellingham vinnur Meistaradeildina þarf spænska liðið að borga Dortmund 4.3 milljónir punda. Ef hann verður valinn í lið ársins keppninni mun Dortmund fá 1.7 milljónir punda í viðbót.

Liðið sem tapar í úrslitaleiknum fær 12.9 milljónir punda í verðlaunafé. Það þýðir að Dortmund fái allt að 19.3 milljónir. Ef liðið vinnur Real í úrslitunum er verðlaunaféið fyrir sigurvegarann 17.2 milljónir punda.

Bellingham hefur átt stórkostlegt tímabil en hann hefur skorað 22 mörk og lagt upp tíu í 39 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner