Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 12. maí 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrír framlengja við Palace - Tomkins og Riedewald yfirgefa félagið
Joel Ward
Joel Ward
Mynd: Getty Images

Crystal Palace er byrjað að móta hópinn fyrir næstu leiktíð en þrír leikmenn hafa skrifað undir nýjan samning.


Það eru þeir Will Huges, Jeffrey Schlupp og Joel Ward en þeir skrifuðu allir undir eins árs samning.

Ward er 34 ára gamall fyrirliði liðsins en hann hefur verið hjá félaginu í tólf ár. Schlupp gekk til liðs við félagið árið 2017 og Hughes árið 2021 en þeir hafa leikið samanlagt 672 leiki fyrir félagið.

Crystal Palace hefur þá tilkynnt að James Tomkins og Jairo Riedewald munu yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner