Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 12:02
Elvar Geir Magnússon
Celtic einu stigi frá titlinum eftir að hafa unnið erkifjendurna
Matt O'Riley fagnar marki sínu í gær.
Matt O'Riley fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Celtic vann Rangers 2-1 í Old Firm slagnum í Glasgow í gær og er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér skoska meistaratitilinn.

Miðjumaðurinn Matt O'Riley kom Celtic yfir á 35. mínútu en þessi 23 ára leikmaður hefur reynst mikill demantur fyrir félagið síðan sýnd voru mikil klókindi með því að kaupa hann úr ensku C-deildinni, frá Milton Keynes Dons, 2022.

Þremur mínútum eftir mark O'Riley þá tvöfaldaði Celtic forystu sína með sjálfsmarki John Lundstram sem átti martraðardag. Cyriel Dessers minnkaði muninn strax á eftir en í uppbótartíma fyrri hálfleiks þá fékk Lundstram rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu.

Celtic því einum manni fleiri allan seinni hálfleikinn og landaði sigrinum. Ekkert var skorað eftir hlé og úrslitin 2-1.

Það eru tvær umferðir eftir í Skotlandi og Celtic þarf aðeins eitt stig til að innsigla titilinn. Liðið á eftir að mæta Kilmarnock og St Mirren. Liðið getur líka orðið meistari án þess að spila í vikunni, ef Rangers nær ekki að vinna Dundee á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner