Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að Van de Beek snýr aftur til Man Utd
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður hollenska miðjumannsins Donny van de Beek hefur staðfest að leikmaðurinn muni snúa aftur til Manchester United í sumar.

Van de Beek komst ekki í byrjunarliðið hjá Man Utd og var því lánaður til Eintracht Frankfurt í byrjun árs, með 11 milljón evra kaupmöguleika.

Van de Beek tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliði Frankfurt og hefur verið staðfest að félagið mun ekki kaupa hann í sumar.

Leikmaðurinn snýr því aftur til Manchester, þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Það þykir ljóst að hann á enga framtíð hjá Man Utd og mun því leita á önnur mið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner