Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 12. maí 2024 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
'Menn sögðu við mig: Endilega komdu'
'Menn sögðu við mig: Endilega komdu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjaði fyrsta leik gegn Vestra og hefur ekki litið um öxl síðan.
Byrjaði fyrsta leik gegn Vestra og hefur ekki litið um öxl síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Einfalda útgáfan er að þetta gekk ekki nógu vel úti hjá Lyngby, ég átti erfitt uppdráttar'
'Einfalda útgáfan er að þetta gekk ekki nógu vel úti hjá Lyngby, ég átti erfitt uppdráttar'
Mynd: Lyngby
Á að baki 19 leiki fyrir yngri landsliðin.
Á að baki 19 leiki fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17 ára byrjunarliðsmaður hjá uppeldisfélaginu. Þorri verður 18 ára í ágúst.
17 ára byrjunarliðsmaður hjá uppeldisfélaginu. Þorri verður 18 ára í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vörn Framara hefur fengið mikið lof í upphafi tímabils.
Vörn Framara hefur fengið mikið lof í upphafi tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Stefán Þorbjörnsson er á láni hjá uppeldisfélagi sínu, Fram, frá danska félaginu Lyngby. Þorri hefur byrjað alla leikina í liði Fram á tímabilinu og leikið vel. Hann er 17 ára unglingalandsliðsmaður sem ræddi við Fótbolta.net um ástæðuna fyrir því að hann er í dag að spila með Fram.

„Það er svolítið löng saga, einfalda útgáfan er að þetta gekk ekki nógu vel úti hjá Lyngby, ég átti erfitt uppdráttar" segir Þorri.

Danska félagið keypti hann frá FH í fyrra og var Þorri fenginn inn í U19 liðið hjá Lyngby. Þorri gekk í raðir FH frá Fram fyrir tímabilið 2022 og lék einn deildarleik með liðinu í fyrra.

„Ég byrjaði vel á undirbúningstímabilinu, en síðan nefbrotnaði ég og þá myndaðist smá spenna milli mín og þjálfarans. Það var vesen með andlitsgrímuna, félagið vildi að ég myndi borga helming í grímunni. Ég var frá í einhverjar fjórar vikur, mætti síðan á æfingu og var flottur. Þjálfarinn sagði þá að ég ætti að vera í liðinu en að ég væri ekki kominn með leikheimild... Davíð Þór Viðarsson, hægasti (yfirmaður fótboltamála) á landinu. Ég spilaði ekki næstu tvo leiki en svo kom skjalið frá FH. Ég byrjaði frekar hægt, þjálfarinn var svolítið grófur við mig á æfingum. Lífið mitt var bara fótbolti, ég var ekki að gera neitt annað þarna."

„Það var leikur og ég er ekki í hóp. Eftir leikinn er fundur og þjálfarinn skrifar nöfnin á öllum hafsentunum á spjald. Ég er neðstur og hann segir að þetta sé röðin á hafsentunum, hversu góðir þeir væru og hversu mikilvægir þeir væru fyrir klúbbinn. Þetta braut mig algjörlega niður og ég stend mig ekki vel í svona þrjá mánuði, þetta dúndraði mér niður á jörðina."

„Þegar ég fór út hélt ég að ég yrði í stóru hlutverki, myndi fá að vera með aðalliðinu en þarna var ég orðinn einhver varaskeifa í U19. Við vorum fimm hafsentar og ég var neðstur á listanum, það var svolítil jarðtenging."

„Í nóvember byrjaði ég að fá leiki, spilaði tvo leiki og við vinnum þá báða. Ég spilaði mjög vel í þeim. Svo veikist ég. Skömmu síðar er liðið að fara til Marbella í æfingabúðir. Ég mæti á æfingu og er ennþá veikur og þjálfarinn er bara að drulla yfir mig alla æfinguna, segir að ég sé ekki í formi. Þarna var ég að koma til baka eftir veikindi. Það aftur brýtur mig niður."

„Ég hringi í pabba og segi við hann að það sé ekki séns að ég sé að fara með þeim til Marbella: Ég nenni þessu ekki lengur, þetta er búið. Daginn eftir fer ég heim til Íslands."


Ekki pirraður út í FH
Þorri nefndi félagaskiptin við FH. Var hann pirraður við FH að vera ekki búnir að græja félagaskiptin til Lyngby?

„Nei, alls ekki. Þetta var bara fyndið að Davíð hefði gleymt þessu. Hann heyrði svo í mér eftir að ég kom heim, hvort ég vildi koma aftur. FH bauð mér samning en það var aldrei spurning með Fram."

Finnst ólíklegt að hann fari aftur til Lyngby
Miðað við frásögn Þorra af tíma sínum hjá Lyngby hljómar eins og það þyrfti að gera upp ákveðna hluti, eitthvað þyrfti að lagast, svo hann myndi snúa aftur til félagsins.

„Mér finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby. Þjálfarinn sem ég er að tala um er orðinn aðstoðarþjálfari hjá aðalliðinu. Það fer eftir hvort hann heldur áfram eða hvort Lyngby falli og svoleiðis. Það væri mögulegt tækifæri fyrir mig ef liðið myndi falla, ég gæti fengið séns á að spila ef liðið er í 1. deildinni sem væri frábært fyrir mig."

„Þetta er auðvitað leiðinlegt. Mig langar að vera þarna, langar að vera með Sævari og þessum gæjum, vera á þessu háa getustigi. En það gengur ekki allt upp."


Líkurnar á því Lyngby falli eru orðnar ansi litlar eftir sigur liðsins gegn OB á föstudag. Þrjár umferðir eru eftir af fallumspilinu og er Lyngby sex stigum fyrir ofan OB sem er í fallsæti.

Missti af tækifærinu með aðalliðinu
Freyr Alexandersson var þjálfari aðalliðs Lyngby þar til í byrjun janúar.

„Við áttum samtal. Síðasta sumar, áður en ég nefbrotna, átti ég að vera í hóp í einum æfingaleik með aðalliðinu. Það var annar hafsent sem fékk tækifærið þar og hann brilleraði. Það var svolítið pirrandi en þannig er það bara."

Aldrei spurning að velja Fram
En af hverju valdi Þorri Fram?

„Ég er uppalinn Framari og þekki fullt af mönnum í Fram, var þar upp yngri flokkana. Breki (Baldursson), Fúsi (Sigfús Árni Guðmundsson), Þengill (Orrason), Egill Otti (Vilhjálmsson), allir þessir gæjar eru vinir mínir. Ég heyri aðeins í þeim áður en ég kem. Umgjörðin er geggjuð og svæðið er flott. Menn sögðu við mig: „Endilega komdu" og það var aldrei spurning," sagði Þengill.

Ekki ljóst á þessum tímapunkti
Þorri skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Lyngby síðasta sumar. Ertu að horfa í einhvern tímaramma upp á að vita hvað gerist næst á þínum ferli?

„Planið er að fara aftur út (í atvinnumennsku), hvort ég taki annað tímabil hér eða fari aftur út til Lyngby veltur á því hvað gerist. Það veltur á því hvort ég haldi áfram að spila vel hér. Það getur allt gerst í fótbolta."

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir byrjunina á tímabilinu með Fram, framherjastöðuna, leikkerfið, liðsfélagana og ýmislegt annað. Það má sjá og hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner