Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 11. maí 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Nokkuð sanngjarn sigur hjá Val í dag, þeir spiluðu bara aðeins betur en við. Við byrjum aftur á því að fá á okkur mark eftir 3 mínútur, sem var ekki uppleggið. En mér finnst 'momentið' snúast aðeins með okkur. Við förum inn í hálfleik í 1-1 og Stubbur búinn að verja víti. Þannig mér fannst 'momentið' vera með okkur. Síðan fáum við á okkur tvö mörk og við skorum ekki úr okkar færum. Þannig að sanngjarn sigur Vals, þetta var svolítið kaflaskipt hjá okkur."

Samkvæmt ýmsum tölfræði þáttum ætti KA að vera töluvert ofar í töflunni. Staðreyndin er hinsvegar sú að þeir eru í 11. sæti með aðeins 2 stig eftir 6 leiki.

„Þegar gervigreindin er að greina þetta þá eigum við að vera mun ofar með mun fleiri stig og við vitum alveg að frammistaðan á að skila fleiri stigum. Það tökum við með okkur á jákvæðan hátt. Hinsvegar er staðreyndin sú að við erum með 2 stig og við erum bara í botnbaráttu. Það er bara verkefni sem við þurfum að taka smá fagnandi, við höfum bikarinn sem verður vonandi gulrót fyrir okkur í sumar. Við eigum Vestra næst og svo er bara alvöru verkefni í deildinni. Eina leiðin út úr þessu er að leggja sig fram, taka með okkur það sem við erum að gera vel. Við erum að skapa færi, við erum að skora mörk en við fáum alltof mörg mörk á okkur. Þú færð ekki 3 stig eða það þarf eitthvað ótrúlegt á móti Val ef þú færð 3 mörk á þig. Við þurfum fyrst og fremst að minnka mörk fengin á okkur og þá fara stigin að koma.  Ég var að segja við strákana eftir leikinn, við þurfum bara að líta á þetta sem alvöru verkefni, hvað getum við gert til þess að snúa þessu við. Því að við erum svo sannarlega með lið til þess að gera það."

Viðar Örn Kjartansson hefur verið mikið milli tannana hjá fólki í vikunni þar sem hann var ekki í hóp í síðustu umferð. Hann byrjaði leikinn í dag á bekknum og kom inná á 85. mínútu.

„Ég skil ekki hvað fólk fær út úr því að vera koma meða einhverjar sögur og segja ósatt, jafnvel í sjónvarpi. Ég bara átta mig ekki á því. En ég held það dæmi sig bara sjálft, ég held að fólk ætti ekkert að vera leggja það í vanan að vera tala um einhverjar gróusögur, og það er líka bara hægt að hringja og spyrja hvernig staðan er. Það virðist ekki vera gert. Fólk er bara að henda fram einhverjum sögum án þess að svo mikið sem spyrja einn mann út í það." Hallgrímur segir þá að það hefur enginn haft samband við sig, félagið eða Viðar sjálfan varðandi sögusagnirnar. „Þetta er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk. Ein sagan er sú að hann hafi ekki æft á leikdegi. Við erum ekki með æfingu á leikdegi og fyrir utan það að á þessum leikdegi þá var hann ekki í hóp, þannig hann í raun fór og æfði. Ef það hefði verið spurt einhvern KA mann út í þessar sögur þá hefði bara verið hægt að laga þetta bull. En við höldum bara ótrauðir áfram, hann heldur áfram. Hann æfði vel í vikunni og var í hóp í dag og kom inn á. Svo vill ég bara sem minnst vera að tala um þessa hluti, þetta er svona neikvæð athygli sem er óþörf."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Hallgrímur nánar um Hallgrím Mar, Hans Viktor og stuðningsmenn KA.


Athugasemdir