Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 12. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Casillas gefur Lunin atkvæðið sitt
Mynd: EPA
Úkraínski landsliðsmarkvörðurinn Andriy Lunin markvörður Real Madrid hefur staðið sig gríðarlega vel í fjarveru Thibaut Courtois en belgíski markvörðurinn er mættur aftur.

Lunin hefur verið í rammanum hjá Real á þessari leiktíð þar sem Courtois hefur verið að berjast við erfið hnémeiðsli. Þá var Lunin í marki úkraínska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM með sigri gegn íslenska landsliðinu í mars.

Courtois hefur spilað síðustu tvo deildarleiki en Iker Casillas, goðsögn hjá Real vill að Lunin verði í markinu gegn Dortmund í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 1. júní.

„Það er ekki spurning að Carlo Ancelotti verði að velja Lunin, hann er sá áreiðanlegi. Courtois er ekki í takti í þessari keppni," sagði Casillas.

Lunin var í byrjunarliði Real Madrid sem lagði Bayern í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner