Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   mán 28. apríl 2025 23:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Tvenna frá 37 ára Pedro dugði ekki til
Mynd: EPA
Lazio tapaði dýrmætum stigum í Evrópubaráttunni í ítölsku deildinni í kvöld.

Liðið lenti tveimur mörkum undir gegn Parma en Jacob Ondrejka skoraði bæði mörkin í upphafi beggja hálfleika.

Hinn 37 ára gamli Pedro kom inn á eftir tæplega klukkutíma leik og skoraði tvö mörk undir lokin og bjargaði stigi fyrir Lazio. Liðið er með 60 stig í 7. sæti eftir 34 umferðir. Lazio er með jafn mörg stig og Roma sem er í 6. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Parma er í 16. sæti með 32 stig.

Cagliari lagði Verona en Calgliari er í 14. sæti með 33 stig en Verona í 15. sæti með 32.

Þá mistókst Bologna að komast upp fyrir Juventus í 4. sæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Udinese. Bologna er í 5. sætimeð 61 stig, stigi á eftir Juventus en Udiinese er í 12. sæti með 41 stig.

Verona 0 - 2 Cagliari
0-1 Leonardo Pavoletti ('30 )
0-2 Alessandro Deiola ('90 )
Rautt spjald: Daniele Ghilardi, Verona ('85)

Lazio 2 - 2 Parma
0-1 Jacob Ondrejka ('3 )
0-2 Jacob Ondrejka ('46 )
1-2 Pedro ('79 )
2-2 Pedro ('84 )

Udinese 0 - 0 Bologna
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner