Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 28. apríl 2025 22:54
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Mark Antonsson Duffield leikmaður Vals var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld eftir 1-1 jafntefli gegn Víking.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var bara flottur leikur held ég, tvö góð lið sem að báru kannski virðingu fyrir hvort öðru. Samt fannst mér við vera ofan á og við þurfum bara að komast á þann stað að við getum klárað svona leiki. Af því mér finnst við eiga skilið að vinna í dag. Auðvitað eru þeir líka frábært lið og hefðu alveg getað unnið. Þannig kannski er jafntefli bara sanngjarnt en ég er bara stoltur af mínu liði í dag."

Víkingar áttu ekki sinn besta leik og því mögulega hægt að líta á þetta jafntefli sem glatað tækifæri fyrir Val.

„Já, þetta er líka bara okkar heimavöllur og þá eigum við bara að vinna, það er krafan sem við gerum á okkur. Þegar spilamennskan er svona þá er kannski aðeins léttara að kyngja jafnteflinu. Auðvitað viljum vinna, og það er alltaf markmiðið, en ef við hefðum verið lélegir og það hefði endað í jafntefli, þá hefði ég verið pirraður. Þegar spilamennskan er eins góð og hún var, þá er þetta bara 1-1, áfram gakk og bara næsti leikur."

Bjarni hefur spilað í hinum ýmsu stöðum á ferlinum en hefur aðallega spilað sem hafsent hjá Val. Hann fór skemmtilega yfir það í viðtalinu hversu fjölhæfur hann getur verið.

„Ég er varnarmaður, ég veit ekki hvað menn eru búnir að vera að horfa á en ég er bara búinn að spila vörn síðan í Janúar. Ég er auðvitað bara svona kartafla, manni er svolítið hent í hinar mismunandi stöður og það er alltaf gott að vera sá gæi. Öll lið þurfa að vera með einn James Milner, ég tek því hlutverki bara stoltur og glaður og hjálpa liðinu bara eins og ég get. Mér líður í augnablikinu best í miðverði en eins og ég sagði, ég er alltaf klár í allar stöður."

Bjarni varði boltann af línunni með bakfallspyrnu í uppbótartíma. Þetta var frábær björgun hjá honum og hann var ánægður með þetta.

„Ég var að teygja mig smá í boltann og hitti hann svona utarlega á löppinni. Ég var smá hræddur um að ég væri að negla honum upp í þaknetið, það hefði náttúrulega verið hræðilegt, þannig það stoppaði smá í mér hjartað. Geggjað að hafa náð þessu í burtu, það þetta sem það snýst um að vera varnarmaður, það þarf að fagna þessum mómentum, þetta er bara eins og að skora mark."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner