Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 28. apríl 2025 22:54
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Mark Antonsson Duffield leikmaður Vals var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld eftir 1-1 jafntefli gegn Víking.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var bara flottur leikur held ég, tvö góð lið sem að báru kannski virðingu fyrir hvort öðru. Samt fannst mér við vera ofan á og við þurfum bara að komast á þann stað að við getum klárað svona leiki. Af því mér finnst við eiga skilið að vinna í dag. Auðvitað eru þeir líka frábært lið og hefðu alveg getað unnið. Þannig kannski er jafntefli bara sanngjarnt en ég er bara stoltur af mínu liði í dag."

Víkingar áttu ekki sinn besta leik og því mögulega hægt að líta á þetta jafntefli sem glatað tækifæri fyrir Val.

„Já, þetta er líka bara okkar heimavöllur og þá eigum við bara að vinna, það er krafan sem við gerum á okkur. Þegar spilamennskan er svona þá er kannski aðeins léttara að kyngja jafnteflinu. Auðvitað viljum vinna, og það er alltaf markmiðið, en ef við hefðum verið lélegir og það hefði endað í jafntefli, þá hefði ég verið pirraður. Þegar spilamennskan er eins góð og hún var, þá er þetta bara 1-1, áfram gakk og bara næsti leikur."

Bjarni hefur spilað í hinum ýmsu stöðum á ferlinum en hefur aðallega spilað sem hafsent hjá Val. Hann fór skemmtilega yfir það í viðtalinu hversu fjölhæfur hann getur verið.

„Ég er varnarmaður, ég veit ekki hvað menn eru búnir að vera að horfa á en ég er bara búinn að spila vörn síðan í Janúar. Ég er auðvitað bara svona kartafla, manni er svolítið hent í hinar mismunandi stöður og það er alltaf gott að vera sá gæi. Öll lið þurfa að vera með einn James Milner, ég tek því hlutverki bara stoltur og glaður og hjálpa liðinu bara eins og ég get. Mér líður í augnablikinu best í miðverði en eins og ég sagði, ég er alltaf klár í allar stöður."

Bjarni varði boltann af línunni með bakfallspyrnu í uppbótartíma. Þetta var frábær björgun hjá honum og hann var ánægður með þetta.

„Ég var að teygja mig smá í boltann og hitti hann svona utarlega á löppinni. Ég var smá hræddur um að ég væri að negla honum upp í þaknetið, það hefði náttúrulega verið hræðilegt, þannig það stoppaði smá í mér hjartað. Geggjað að hafa náð þessu í burtu, það þetta sem það snýst um að vera varnarmaður, það þarf að fagna þessum mómentum, þetta er bara eins og að skora mark."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner