Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 28. apríl 2025 22:54
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Mark Antonsson Duffield leikmaður Vals var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld eftir 1-1 jafntefli gegn Víking.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var bara flottur leikur held ég, tvö góð lið sem að báru kannski virðingu fyrir hvort öðru. Samt fannst mér við vera ofan á og við þurfum bara að komast á þann stað að við getum klárað svona leiki. Af því mér finnst við eiga skilið að vinna í dag. Auðvitað eru þeir líka frábært lið og hefðu alveg getað unnið. Þannig kannski er jafntefli bara sanngjarnt en ég er bara stoltur af mínu liði í dag."

Víkingar áttu ekki sinn besta leik og því mögulega hægt að líta á þetta jafntefli sem glatað tækifæri fyrir Val.

„Já, þetta er líka bara okkar heimavöllur og þá eigum við bara að vinna, það er krafan sem við gerum á okkur. Þegar spilamennskan er svona þá er kannski aðeins léttara að kyngja jafnteflinu. Auðvitað viljum vinna, og það er alltaf markmiðið, en ef við hefðum verið lélegir og það hefði endað í jafntefli, þá hefði ég verið pirraður. Þegar spilamennskan er eins góð og hún var, þá er þetta bara 1-1, áfram gakk og bara næsti leikur."

Bjarni hefur spilað í hinum ýmsu stöðum á ferlinum en hefur aðallega spilað sem hafsent hjá Val. Hann fór skemmtilega yfir það í viðtalinu hversu fjölhæfur hann getur verið.

„Ég er varnarmaður, ég veit ekki hvað menn eru búnir að vera að horfa á en ég er bara búinn að spila vörn síðan í Janúar. Ég er auðvitað bara svona kartafla, manni er svolítið hent í hinar mismunandi stöður og það er alltaf gott að vera sá gæi. Öll lið þurfa að vera með einn James Milner, ég tek því hlutverki bara stoltur og glaður og hjálpa liðinu bara eins og ég get. Mér líður í augnablikinu best í miðverði en eins og ég sagði, ég er alltaf klár í allar stöður."

Bjarni varði boltann af línunni með bakfallspyrnu í uppbótartíma. Þetta var frábær björgun hjá honum og hann var ánægður með þetta.

„Ég var að teygja mig smá í boltann og hitti hann svona utarlega á löppinni. Ég var smá hræddur um að ég væri að negla honum upp í þaknetið, það hefði náttúrulega verið hræðilegt, þannig það stoppaði smá í mér hjartað. Geggjað að hafa náð þessu í burtu, það þetta sem það snýst um að vera varnarmaður, það þarf að fagna þessum mómentum, þetta er bara eins og að skora mark."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner