Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 28. apríl 2025 22:54
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Mark Antonsson Duffield leikmaður Vals var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld eftir 1-1 jafntefli gegn Víking.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var bara flottur leikur held ég, tvö góð lið sem að báru kannski virðingu fyrir hvort öðru. Samt fannst mér við vera ofan á og við þurfum bara að komast á þann stað að við getum klárað svona leiki. Af því mér finnst við eiga skilið að vinna í dag. Auðvitað eru þeir líka frábært lið og hefðu alveg getað unnið. Þannig kannski er jafntefli bara sanngjarnt en ég er bara stoltur af mínu liði í dag."

Víkingar áttu ekki sinn besta leik og því mögulega hægt að líta á þetta jafntefli sem glatað tækifæri fyrir Val.

„Já, þetta er líka bara okkar heimavöllur og þá eigum við bara að vinna, það er krafan sem við gerum á okkur. Þegar spilamennskan er svona þá er kannski aðeins léttara að kyngja jafnteflinu. Auðvitað viljum vinna, og það er alltaf markmiðið, en ef við hefðum verið lélegir og það hefði endað í jafntefli, þá hefði ég verið pirraður. Þegar spilamennskan er eins góð og hún var, þá er þetta bara 1-1, áfram gakk og bara næsti leikur."

Bjarni hefur spilað í hinum ýmsu stöðum á ferlinum en hefur aðallega spilað sem hafsent hjá Val. Hann fór skemmtilega yfir það í viðtalinu hversu fjölhæfur hann getur verið.

„Ég er varnarmaður, ég veit ekki hvað menn eru búnir að vera að horfa á en ég er bara búinn að spila vörn síðan í Janúar. Ég er auðvitað bara svona kartafla, manni er svolítið hent í hinar mismunandi stöður og það er alltaf gott að vera sá gæi. Öll lið þurfa að vera með einn James Milner, ég tek því hlutverki bara stoltur og glaður og hjálpa liðinu bara eins og ég get. Mér líður í augnablikinu best í miðverði en eins og ég sagði, ég er alltaf klár í allar stöður."

Bjarni varði boltann af línunni með bakfallspyrnu í uppbótartíma. Þetta var frábær björgun hjá honum og hann var ánægður með þetta.

„Ég var að teygja mig smá í boltann og hitti hann svona utarlega á löppinni. Ég var smá hræddur um að ég væri að negla honum upp í þaknetið, það hefði náttúrulega verið hræðilegt, þannig það stoppaði smá í mér hjartað. Geggjað að hafa náð þessu í burtu, það þetta sem það snýst um að vera varnarmaður, það þarf að fagna þessum mómentum, þetta er bara eins og að skora mark."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner