Simone Inzaghi þjálfari Inter var kátur eftir 3-3 jafntefli gegn Barcelona á útivelli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu.
Ungstirnið Lamine Yamal átti frábæran leik þar sem hann skoraði fyrsta mark Börsunga og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora annað mark eða gefa stoðsendingu, en tókst ekki.
Yamal var stórhættulegur með boltann og skapaði frábærar stöður sem samherjum hans tókst ekki að nýta, auk þess að skjóta sjálfur í stöng og slá.
„Lamine Yamal er þessi tegund af leikmanni sem maður sér einu sinni á 50 ára fresti. Það er magnað að sjá hann frá hliðarlínunni, hann býr yfir ótrúlegum gæðum. Ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir vörðust gegn honum, þeir voru duglegir að tvöfalda og jafnvel þrefalda á hann. Það eru átta eða níu ár síðan ég sá svona góðan leikmann síðast," sagði Inzaghi að leikslokum.
„Við breyttum aðeins til í hálfleik í tilraun til að takmarka hversu mikið Lamine Yamal fær boltann. Frammistaða hans í kvöld var mögnuð og ég er yfir mig hrifinn af þessum leikmanni, þessi náungi hafði virkilega mikil áhrif á mig í kvöld. Við ákváðum að verjast honum með því að pressa miklu hærra upp völlinn og verjast ofar.
„Við áttum frábæra kafla í leiknum í kvöld en við þjáðumst líka mikið. Við mættum virkilega sterkum andstæðingum í kvöld en það gerðu Börsungar líka. Núna koma þeir inn í seinni leikinn í Mílanó með vitneskjuna um að við erum frábært fótboltalið."
Athugasemdir