Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Fjörug byrjun á Villa Park - Tielemans jafnaði eftir neyðarlegt sjálfsmark Martínez
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, gerði sig sekan um neyðarleg mistök strax á 2. mínútu í leik liðsins gegn Liverpool á Villa Park.

Mohamed Salah sótti upp hægri vænginn, lagði boltann inn í teiginn á Harvey Elliott sem reyndi fyrirgjöf.

Boltinn fór af varnarmanni Villa og breytti aðeins um stefnu, en Martínez virtist samt vera með þetta á hreinu. Hann hins vegar missti boltann klaufalega í eigið net.

Sjáðu sjálfsmark Martínez

Það kom ekki að sök því Villa jafnaði tíu mínútum síðar er Youri Tielemans fékk boltann við vítateigslínuna og skoraði með þéttingsföstu skoti neðst í vinstra hornið. Vörn Liverpool alveg úti að aka í jöfnunarmarkinu.

Sjáðu jöfnunarmarkið

Staðan er 1-1 eftir rúmar fimmtán mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner