Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. maí 2024 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta deildartap Milosar - Elías í fínum málum
Milos Milojevic
Milos Milojevic
Mynd: Getty Images
Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl töpuðu fyrsta deildarleik sínum undir hans stjórn í kvöld.

Milos, sem þjálfaði Breiðablik og Víking hér heima, tók við Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðasta sumar.

Liðið hefur gert ótrúlega hluti undir hans stjórn. Það er á toppnum í deildinni og komið í úrslit forsetabikarsins.

Í raun hafði liðið ekki tapað deildarleik allt tímabilið áður en það fékk skellinn í 4-1 tapi gegn Al Wahda í kvöld.

Al Wasl hafði farið taplaust í gegnum 21 deildarleik en þetta ætti að vera ágætis núllstilling fyrir lærisveina hans sem eru þó með sex stiga forystu á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar sem tapaði fyrir toppliði Malmö, 3-0. Adam Ingi Benediktsson var á bekknum hjá Gautaborg, en liðið er í 14. sæti með aðeins 7 stig.

Daníel Tristan Guðjohnsen er áfram á meiðslalista Malmö.

Elías Már Ómarsson og hans menn í NAC Breda eru komnir með annan fótinn í undanúrslit hollenska úrvalsdeildarumspilsins eftir að liðið vann Roda, 3-1, í fyrri viðureign liðanna.

Framherjinn hefur gegnt lykilhlutverki stærstan hluta leiktíðar var nú á bekknum annan leikinn í röð. Hann kom inn af bekknum á lokamínútum leiksins. Síðari leikurinn fer fram á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner