Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Tíu ÍR-ingar unnu Eyjakonur
Berta Sóley skoraði sigurmark ÍR-inga
Berta Sóley skoraði sigurmark ÍR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Dröfn sá rautt í síðari hálfleiknum
Sigríður Dröfn sá rautt í síðari hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 2 - 0 ÍBV
1-0 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('46 )
2-0 Linda Eshun ('91 )
Rautt spjald: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, ÍR ('66) Lestu um leikinn

ÍR lagði ÍBV að velli, 2-0, í 2. umferð Lengjudeildar kvenna á ÍR-vellinum í kvöld.

Eyjakonur voru sterkari í byrjun leiksins og pressuðu hátt á heimakonur en framherjar liðsins voru ekki alveg á tánum og átti það eftir að koma í bakið á þeim.

ÍR vann sig betur inn í leikinn. Þegar um hálftími var liðinn fékk Lovísa Guðrún Einarsdóttir dauðafæri í teignum er boltinn kom yfir vörn ÍBV, en skot Lovísu fór framhjá markinu.

Tveimur mínútum síðar hafnaði boltinn í netinu hjá Eyjakonum. Lovísa fékk boltann í teignum, sólaði varnarmenn ÍBV áður en hún setti boltann á markið. Guðný Geirsdóttir varði skotið út og þar var Berta Sóley Sigtryggsdóttir mætt að klára færið, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum vildu ÍR-ingar fá vítaspyrnu er boltinn virtist fara í hönd Alexus Nychole Knox en ekkert dæmt og staðan í hálfleik markalaus.

ÍR-ingar mættu inn í síðari hálfleikinn, ákveðnar í að skora. Það tók aðeins nokkrar sekúndur áður en Berta Sóley var komin ein gegn markverði. Guðný varði skot hennar, en Berta fékk boltann aftur og gerði engin mistök í seinni tilrauninni og skoraði sigurmarkið.

Gestirnir fóru aðeins að bæta í eftir markið. Thelma Sól Óðinsdóttir átti fínasta skot sem Esther Júlía Gustavsdóttir varði meistaralega yfir markið.

Átta mínútum síðar var Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, leikmaður ÍR, rekin af velli með sitt annað gula spjald er hún fór harkalega í Alexus. Engin mótmælti þessari ákvörðun og heimakonur manni færri.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok gátu ÍR-ingar lokað þessu er Berta komst aftur ein í gegn en í þetta sinn sá Guðný við henni.

Eyjakonur gerðu sitt besta til að ná í jöfnunarmark. Kristín Klara Óskarsdóttir átti besta færið en setti það yfir markið eftir sendingu frá Alexus.

ÍR bætti við marki í lokin og fagnar fyrstu stigum sínum í Lengjudeildinni en Eyjakonur áfram án stiga.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 6 4 1 1 19 - 16 +3 13
2.    HK 6 3 2 1 16 - 7 +9 11
3.    Grindavík 6 3 1 2 7 - 3 +4 10
4.    Afturelding 6 3 1 2 5 - 5 0 10
5.    ÍA 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
6.    Fram 6 2 2 2 13 - 8 +5 8
7.    Selfoss 6 2 2 2 10 - 10 0 8
8.    Grótta 6 2 2 2 11 - 12 -1 8
9.    ÍBV 6 1 1 4 8 - 12 -4 4
10.    ÍR 6 1 0 5 5 - 20 -15 3
Athugasemdir
banner
banner
banner