Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Liverpool: Martínez í markinu - Robertson ekki með
Emiliano Martínez er í marki Villa
Emiliano Martínez er í marki Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Liverpool mætast í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park klukkan 19:00 í kvöld.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, gerir tvær breytingar frá síðasta deildarleik.

Emilano Martínez kemur í markið og þá kemur Youri Tielemans inn fyrir Morgan Rogers.

Jürgen Klopp gerir aðeins eina breytingu á liði Liverpool en Joe Gomez kemur inn fyrir Andy Robertson, sem er ekki í hópnum.

Aston Villa getur með sigri tryggt Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

Aston Villa: Martinez, Konsa, Carlos, Torres, Digne, McGinn, Luiz, Tielemans, Bailey, Diaby, Watkins.
Varamenn: Olsen, Chambers, Lenglet, Zaniolo, Duran, Kesler-Hayden, Iroegbunam, Kellyman, Munroe.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, Van Dijk, Gomez, Endo, Elliott, Mac Allister, Salah, Gakpo, Diaz.
Varamenn: Kelleher, Konate, Szoboszlai, Nunez, Jones, Tsimikas, Gravenberch, Bajcetic, Bradley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner