Real Madrid gerði þriðja jafnteflið í röð í La Liga með því að gera 1-1 jafntefli gegn Girona. Madrídingar voru langt frá sínu besta en félagið er þó óánægt með að hafa ekki fengið vítaspyrnu á 80. mínútu.
Brotið var á Rodrygo Goes en dómarinn De Burgos Bengoetxea dæmdi ekki víti og VAR brást ekki við. Fyrr í leiknum hafði Real Madrid fengið víti og Kylian Mbappé jafnaði af punktinum.
Sjónvarpsstöð Real Madrid gagnrýnir Bengoetxea og vill meina að félagið hafi misst af fjórum stigum á síðustu vikum vegna dómaramistaka. Dómgæslan í jafntefli gegn Rayo Vallecano í byrjun nóvember var líka gagnrýnd.
„Dómarinn sem dæmdi þennan leik er einn af þeim dómurum sem gerir hvað flest mistök sem halla á Real Madrid. Tölfræðin segir okkur það. En það alvarlegasta er að VAR hafi ekki brugðist við. Real Madrid átti að fá tvö víti og tvö stig til viðbótar."
Hægt er að sjá atvikið hér að neðan.
Brotið var á Rodrygo Goes en dómarinn De Burgos Bengoetxea dæmdi ekki víti og VAR brást ekki við. Fyrr í leiknum hafði Real Madrid fengið víti og Kylian Mbappé jafnaði af punktinum.
Sjónvarpsstöð Real Madrid gagnrýnir Bengoetxea og vill meina að félagið hafi misst af fjórum stigum á síðustu vikum vegna dómaramistaka. Dómgæslan í jafntefli gegn Rayo Vallecano í byrjun nóvember var líka gagnrýnd.
„Dómarinn sem dæmdi þennan leik er einn af þeim dómurum sem gerir hvað flest mistök sem halla á Real Madrid. Tölfræðin segir okkur það. En það alvarlegasta er að VAR hafi ekki brugðist við. Real Madrid átti að fá tvö víti og tvö stig til viðbótar."
Hægt er að sjá atvikið hér að neðan.
?Rodrygo goes down in the box, but no penalty given for Real Madrid! pic.twitter.com/ZLdnweUtVY
— edition football (@editionfc) November 30, 2025
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Barcelona | 14 | 11 | 1 | 2 | 39 | 16 | +23 | 34 |
| 2 | Real Madrid | 14 | 10 | 3 | 1 | 29 | 13 | +16 | 33 |
| 3 | Villarreal | 14 | 10 | 2 | 2 | 29 | 13 | +16 | 32 |
| 4 | Atletico Madrid | 14 | 9 | 4 | 1 | 27 | 11 | +16 | 31 |
| 5 | Betis | 14 | 6 | 6 | 2 | 22 | 14 | +8 | 24 |
| 6 | Espanyol | 14 | 7 | 3 | 4 | 18 | 16 | +2 | 24 |
| 7 | Getafe | 14 | 6 | 2 | 6 | 13 | 15 | -2 | 20 |
| 8 | Athletic | 14 | 6 | 2 | 6 | 14 | 17 | -3 | 20 |
| 9 | Real Sociedad | 14 | 4 | 4 | 6 | 19 | 21 | -2 | 16 |
| 10 | Elche | 14 | 3 | 7 | 4 | 15 | 17 | -2 | 16 |
| 11 | Vallecano | 13 | 4 | 4 | 5 | 12 | 14 | -2 | 16 |
| 12 | Celta | 14 | 3 | 7 | 4 | 16 | 19 | -3 | 16 |
| 13 | Sevilla | 14 | 5 | 1 | 8 | 19 | 23 | -4 | 16 |
| 14 | Alaves | 14 | 4 | 3 | 7 | 12 | 15 | -3 | 15 |
| 15 | Mallorca | 14 | 3 | 4 | 7 | 15 | 22 | -7 | 13 |
| 16 | Valencia | 13 | 3 | 4 | 6 | 12 | 21 | -9 | 13 |
| 17 | Osasuna | 14 | 3 | 3 | 8 | 12 | 18 | -6 | 12 |
| 18 | Girona | 14 | 2 | 6 | 6 | 13 | 26 | -13 | 12 |
| 19 | Levante | 14 | 2 | 3 | 9 | 16 | 26 | -10 | 9 |
| 20 | Oviedo | 14 | 2 | 3 | 9 | 7 | 22 | -15 | 9 |
Athugasemdir



