Hjörvar Daði Arnarsson er án félags eftir að hann ákvað að vera ekki áfram hjá ÍBV. Hann er 25 ára markvörður sem stóð sig vel í þeim leikjum sem hann spilaði með ÍBV í sumar, hann varði mark liðsins í bikarleikjunum og í deildinni þegar Marcel Zapytowski tók út leikbann.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þrjú félög í Lengjudeildinni á því að fá hann í sínar raðir: Njarðvík, Þróttur og Grindavík.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þrjú félög í Lengjudeildinni á því að fá hann í sínar raðir: Njarðvík, Þróttur og Grindavík.
Aron Snær Friðriksson var aðalmarkvörður Njarðvíkur á liðnu tímabii en hann samdi við Víking í vikunni. Þróttur hafði líka áhuga á því að fá Aron í sínar raðir.
Matias Niemela varði mark Grindavíkur í flestum leikjum í sumar en verður ekki áfram.
Hjörvar Daði er uppalinn hjá HK og hefur leikið með ÍR, Hetti/Hugin og ÍBV á sínum ferli.
Athugasemdir



