Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Como á fleygiferð eftir annan sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Como 2 - 0 Sassuolo
1-0 Anastasios Douvikas ('14)
2-0 Alberto Moreno ('53)

Spútnik lið ítalska deildartímabilsins Como er á fleygiferð þessa dagana og vann góðan sigur gegn sterkum nýliðum Sassuolo í kvöld.

Anastasios Douvikas skoraði snemma leiks og tvöfaldaði Alberto Moreno, fyrrum vinstri bakvörður Liverpool, forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Hann skoraði eftir stoðsendingu frá hinum feykiöfluga Nico Paz.

Como var sterkari aðilinn í skemmtilegum leik en bæði lið fengu góð færi til að skora.

Það voru þó ekki fleiri mörk sem litu dagsins ljós við Como-vatn svo lokatölur urðu 2-0.

Como er í sjötta sæti í Serie A með 24 stig eftir 13 umferðir. Sassuolo er með 17 stig.

Como tapaði síðast gegn Bologna 30. ágúst og eru lærlingar Cesc Fábregas á frábærri siglingu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner
banner