Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   mán 01. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðstoðarmaður Slot orðaður við Indónesíu
Mynd: Rangers
Giovanni van Bronckhorst er orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Indónesíu. Sky Sports greinir frá þessu.

Van Bronckhorst er fyrrum stjóri Rangers, Feyenoord og Besiktas en hann kom inn í þjálfarateymið hjá Liverpool í sumar.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, var orðaður við starfið í síðasta mánuði. John Herdman, fyrrum landsliðsþjálfari Kanada, hefur rætt við fótboltasamband Indónesíu.

Patrick Kluivert var rekinn sem landsliðsþjálfari Indónesíu eftir að honum mistókst að koma liðinu á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner