Giovanni van Bronckhorst er orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Indónesíu. Sky Sports greinir frá þessu.
Van Bronckhorst er fyrrum stjóri Rangers, Feyenoord og Besiktas en hann kom inn í þjálfarateymið hjá Liverpool í sumar.
Van Bronckhorst er fyrrum stjóri Rangers, Feyenoord og Besiktas en hann kom inn í þjálfarateymið hjá Liverpool í sumar.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, var orðaður við starfið í síðasta mánuði. John Herdman, fyrrum landsliðsþjálfari Kanada, hefur rætt við fótboltasamband Indónesíu.
Patrick Kluivert var rekinn sem landsliðsþjálfari Indónesíu eftir að honum mistókst að koma liðinu á HM.
Athugasemdir





