Murielle Tiernan er, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, á leið í Stjörnuna. Hún fylgir þjálfaranum, Óskari Smára Haraldssyni, úr Úlfarsárdal og í Garðabæ.
Murielle var markahæsti leikmaður Fram á síðasta tímabili, skoraði ellefu mörk í 21 leik í Bestu deildinni. Hún var líka markahæsti leikmaður liðsins 2024 þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni.
Murielle var markahæsti leikmaður Fram á síðasta tímabili, skoraði ellefu mörk í 21 leik í Bestu deildinni. Hún var líka markahæsti leikmaður liðsins 2024 þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni.
Hún þekkir vel að vinna með Óskari Smára en þau unnu líka saman tímabilið 2021 hjá Tindastóli.
Murielle er markamaskína, hefur skorað 147 mörk í 176 KSÍ leikjum. Hún kom fyrst til Íslands árið 2018 og skoraði þá 24 mörk í 14 leikjum í 2. deild. Hún lék með Tindastóli í sex tímabil áður en hún hélt í Grafarholtið og er núna á leið í Stjörnuna.
Athugasemdir





