Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
   mán 01. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Krísufundur hjá Tottenham
Mynd: EPA
Leikmenn Tottenham héldu liðsfund eftir 2-1 tap liðsins gegn Fulham um helgina. Telegraph greinir frá þessu.

Umræðuefnið var samband þeirra við stuðningsmenn félagsins. Liðið tapaði enn einum heimaleiknum og stuðningsmenn liðsins bauluðu á leikmennina í lokin.

Liðið hefur aðeins unnið þrjá heimaleiki á öllu árinu 2025.

Tottenham er sem stendur í 12. sæti deildarinnar og er án sigurs í fjórum leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner