Alfreð Elías Jóhannsson verður hluti af þjálfarateymi Selfoss á komandi leiktíð. Hann kemur inn í teymi þar sem Óli Stefán Flóventsson er aðalþjálfari, Heiðar Helguson aðstoðarþjálfari og Þorkell Ingi Sigurðsson er markmannsþjálfari. Selfoss verður í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni.
Alfreð kemur inn sem leikgreinandi fyrir liðið. Selfyssingar þekkja vel til hans en hann stýrði kvennaliði Selfoss þegar liðið varð bikarmeistari 2019. Hann og Óli Stefán þekkjast líka, báðir eru þeir úr Grindavík. Alfreð var síðast í þjálfun 2022 þegar hann stýrði karlaliði Grindavíkur en þar á undan hafði hann verið í fimm ár með kvennalið Selfoss.
Tilkynning Selfoss
Hlutverk leikgreinanda er að styðja við þjálfarateymið með faglega greiningu á eigin liði, leikmönnum og andstæðingum, með það að markmiði að auka árangur og bæta frammistöðu.
Selfyssingar þekkja Alfreð vel frá tíma hans með kvennaliðið en hann stýrði liðinu þegar liðið vann Mjólkurbikarinn sumarið 2019.
Vertu velkominn aftur Alfreð!
Alfreð kemur inn sem leikgreinandi fyrir liðið. Selfyssingar þekkja vel til hans en hann stýrði kvennaliði Selfoss þegar liðið varð bikarmeistari 2019. Hann og Óli Stefán þekkjast líka, báðir eru þeir úr Grindavík. Alfreð var síðast í þjálfun 2022 þegar hann stýrði karlaliði Grindavíkur en þar á undan hafði hann verið í fimm ár með kvennalið Selfoss.
Tilkynning Selfoss
Hlutverk leikgreinanda er að styðja við þjálfarateymið með faglega greiningu á eigin liði, leikmönnum og andstæðingum, með það að markmiði að auka árangur og bæta frammistöðu.
Selfyssingar þekkja Alfreð vel frá tíma hans með kvennaliðið en hann stýrði liðinu þegar liðið vann Mjólkurbikarinn sumarið 2019.
Vertu velkominn aftur Alfreð!
Athugasemdir



