Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   mán 01. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Adams skoraði frá miðju
Mynd: EPA
Bournemouth tapaði 3-2 gegn Sunderland um helgina eftir að hafa náð tveggja marka forystu snemma leiks.

Amine Adli kom Bournemouth yfir og stuttu síðar skoraði Tyler Adams laglegt mark og kom Bournemouth í tveggja marka forystu.

Adams skoraði með skoti frá miðju, Robin Roefs var kominn út úr markinu og boltinn sveif yfir hann og í netið.

Enzo Le Fee minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik og Bertrand Traore og Brian Brobbey skoruðu sitt markið hvor í seinni hálfleik og tryggðu Sunderland endurkomusigur.

Sjáðu markið hjá Adams hér

Athugasemdir
banner